Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 22:17 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump greiddi aðeins 750 dollara í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þetta kemur fram í gögnum sem New York Times hefur undir höndum um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem fjölmiðlar vestan hafs hafa kallað eftir í lengri tíma, ná yfir meira en tvo áratugi og eiga meðal annars að sýna fram á að forsetinn hafi ekki alltaf staðið skil á sínu. Miðað við gengi dagsins í dag eru 750 dollarar það um 104.000 íslenskar krónur. Árið eftir fullyrðir NYT síðan að forsetinn hafi greitt aðra 750 dollara í tekjuskatt til ríkisins. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Hefur gengist í ábyrgð fyrir miklum skuldum NYT segir þá frá yfirvofandi fjárhagskröggum forsetans. Þær felast í skuldum upp á hundruð milljóna dollara sem hann hefur persónulega gengist í ábyrgð fyrir og að nú styttist í niðurstöðu í máli Skattstofu Bandaríkjanna (IRS), vegna skattaendurgreiðslu upp á 72,9 milljónir dollara sem Trump sóttist eftir, og fékk, vegna taps sem hann gaf upp við skattinn. Fari svo að niðurstaða í málinu verði á þann veg að Trump hafi ekki átt rétt á endurgreiðslunni gæti hann þurft að reiða fram meira en 100 milljónir dollara. Draga upp frábrugðna mynd af forsetanum Gögnin sem NYT hafa undir höndum lýsa ekki viðskiptamanninum klóka sem Trump gefur sig út fyrir að vera, og margir hafa tekið undir. Heldur lýsa þau viðskiptamanni sem á hverju ári fær inn til sín hundruð milljóna dollara en gefur upp mikið tap, að því er virðist til þess að forðast að þurfa að greiða skatta. NYT segir forsetann nú í auknu mæli þurfa að reiða sig á tekjur í gegn um fyrirtæki hvers hagsmunir samrýmast ekki starfi Trumps sem forseti. Gögnin sem NYT hafa undir ná mörg ár aftur í tímann, og taka til skattskýrslna forsetans persónulega en einnig fyrirtækja sem hafa verið í hans eigu. Þau taka meðal annars til ársins sem hann varð forseti og fyrsta árs hans í embætti, en ekki 2018 og 2019 og byggja á því sem forsetinn hefur gefið upp til skatts en eru ekki niðurstaða sjálfstæðrar skattrannsóknar. Segja gögnin byggja á rangfærslum NYT greinir þá frá því að í svari við bréfi frá blaðinu, þar sem gögnin og efni þeirra voru tíundið, hafi Alan Garten, lögmaður fyrir Trump-samsteypuna, sagt að „flest, ef ekki allt“ sem fram kæmi í umfjölluninni væri ónákvæmt. Óskaði hann jafnframt eftir afriti af gögnunum sem umfjöllunin byggði á. NYT varð ekki við þeirri beiðni til þess að vernda heimildamenn sína. „Á síðastliðnum áratug hefur Trump forseti greitt tugi milljóna dollara í skatta, persónulega, til ríkisins, og eru þar meðtaldar milljónir sem hann greiddi í skatt eftir að hann tilkynnti um framboð sitt árið 2015,“ sagði meðal annars í svarinu frá Garten. NYT bendir hins vegar á að með þessu eigi Garten við fleira en bara alríkistekjuskatt, meðal annars sjúkratryggingu og almannatryggingar, auk skatta fyrir starfsfólk sitt. Trump sjálfur var spurður út í umfjöllunina á fréttamannafundi í dag. Þar sagði hann að um falsfréttir væri að ræða, en hann hefur aldrei gefið upp skattskýrslur sínar sjálfur til þess að sýna fram á að ítrekaðar ásakanir um skattsvik væru ósannar. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 NYT hefur boðað ítarlega umfjöllun um gögnin og þýðingu þeirra á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Donald Trump greiddi aðeins 750 dollara í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þetta kemur fram í gögnum sem New York Times hefur undir höndum um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem fjölmiðlar vestan hafs hafa kallað eftir í lengri tíma, ná yfir meira en tvo áratugi og eiga meðal annars að sýna fram á að forsetinn hafi ekki alltaf staðið skil á sínu. Miðað við gengi dagsins í dag eru 750 dollarar það um 104.000 íslenskar krónur. Árið eftir fullyrðir NYT síðan að forsetinn hafi greitt aðra 750 dollara í tekjuskatt til ríkisins. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Hefur gengist í ábyrgð fyrir miklum skuldum NYT segir þá frá yfirvofandi fjárhagskröggum forsetans. Þær felast í skuldum upp á hundruð milljóna dollara sem hann hefur persónulega gengist í ábyrgð fyrir og að nú styttist í niðurstöðu í máli Skattstofu Bandaríkjanna (IRS), vegna skattaendurgreiðslu upp á 72,9 milljónir dollara sem Trump sóttist eftir, og fékk, vegna taps sem hann gaf upp við skattinn. Fari svo að niðurstaða í málinu verði á þann veg að Trump hafi ekki átt rétt á endurgreiðslunni gæti hann þurft að reiða fram meira en 100 milljónir dollara. Draga upp frábrugðna mynd af forsetanum Gögnin sem NYT hafa undir höndum lýsa ekki viðskiptamanninum klóka sem Trump gefur sig út fyrir að vera, og margir hafa tekið undir. Heldur lýsa þau viðskiptamanni sem á hverju ári fær inn til sín hundruð milljóna dollara en gefur upp mikið tap, að því er virðist til þess að forðast að þurfa að greiða skatta. NYT segir forsetann nú í auknu mæli þurfa að reiða sig á tekjur í gegn um fyrirtæki hvers hagsmunir samrýmast ekki starfi Trumps sem forseti. Gögnin sem NYT hafa undir ná mörg ár aftur í tímann, og taka til skattskýrslna forsetans persónulega en einnig fyrirtækja sem hafa verið í hans eigu. Þau taka meðal annars til ársins sem hann varð forseti og fyrsta árs hans í embætti, en ekki 2018 og 2019 og byggja á því sem forsetinn hefur gefið upp til skatts en eru ekki niðurstaða sjálfstæðrar skattrannsóknar. Segja gögnin byggja á rangfærslum NYT greinir þá frá því að í svari við bréfi frá blaðinu, þar sem gögnin og efni þeirra voru tíundið, hafi Alan Garten, lögmaður fyrir Trump-samsteypuna, sagt að „flest, ef ekki allt“ sem fram kæmi í umfjölluninni væri ónákvæmt. Óskaði hann jafnframt eftir afriti af gögnunum sem umfjöllunin byggði á. NYT varð ekki við þeirri beiðni til þess að vernda heimildamenn sína. „Á síðastliðnum áratug hefur Trump forseti greitt tugi milljóna dollara í skatta, persónulega, til ríkisins, og eru þar meðtaldar milljónir sem hann greiddi í skatt eftir að hann tilkynnti um framboð sitt árið 2015,“ sagði meðal annars í svarinu frá Garten. NYT bendir hins vegar á að með þessu eigi Garten við fleira en bara alríkistekjuskatt, meðal annars sjúkratryggingu og almannatryggingar, auk skatta fyrir starfsfólk sitt. Trump sjálfur var spurður út í umfjöllunina á fréttamannafundi í dag. Þar sagði hann að um falsfréttir væri að ræða, en hann hefur aldrei gefið upp skattskýrslur sínar sjálfur til þess að sýna fram á að ítrekaðar ásakanir um skattsvik væru ósannar. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 NYT hefur boðað ítarlega umfjöllun um gögnin og þýðingu þeirra á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent