Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 19:30 Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Þar var lögð fram ályktun undir yfirskriftinni "Neyðaraðgerðir strax". Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“ Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira