Trump ætlar að tilnefna Barrett til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 23:25 Amy Coney Barrett verður tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna á morgun af Donald Trump Bandaríkjaforseta. AP/Rachel Malehorn Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira