Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. september 2020 20:00 Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15
Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent