Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 15:47 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu berst við Gaupueldinni svonefnda í síðustu viku. Eldarnir í ár eru enn verri en eldarnir miklu sem geisuðu árið 2018. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00