Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Drífa Snædal skrifar 25. september 2020 14:30 Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun