Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Drífa Snædal skrifar 25. september 2020 14:30 Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar