„Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir!“ Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2020 07:01 Mótorkross-mennirnir fóru á hjólum sínum út í guðsgræna náttúruna til að njóta haustlitanna. En ekki eru allir jafn kátir með þá ferð félaganna. Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli. Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli.
Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira