Smituðum fjölgar á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 09:47 Landspítalinn Fossvogi. Einangrun og sóttkví starfsmanna í skurðlækningaþjónustu hefur mikil áhrif á spítalann. Vísir/Vilhelm Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49
33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05