Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2020 13:00 Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar Vísir/Arnar Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót. Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00