Dauði Hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg hefur hleypt miklu lífi í stjórnmálin í Bandaríkjunum. Talið er nánast öruggt að val nýs dómara muni hafa mikil áhrif á forsetakosningarnar í nóvember og Repúblikanar leggja mikið kapp á að staðfesta nýjan dómara fyrir þær. Með því fara þeir þvert á eigin fordæmi þar sem öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að greiða atkvæði um tilnefningu Barack Obama í febrúar 2016.
Þá þótti þeim sú tilnefning ekki við hæfi og sögðu of snemmt í kosningar, sem fóru einnig fram í nóvember það ár og gera alltaf.
Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt.