Borgin hafnar því að skottís og harmoníkkuspili sé haldið markvisst að gamla fólkinu Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2020 09:01 Borgin hafnar kenningu Sigurðar, að eina andlega fóðrið sem gamla fólkið fái séu gömlu dansarnir. Þvert á móti er unnið hörðum höndum hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við að mæta smekk og þörfum´68 kynslóðarinnar. Borgaryfirvöld hafna því alfarið að gömlu dönsunum og harmonikkutónlist sé haldið sérstaklega að gamla fólkinu. Þetta kemur fram í svörum frá velferðarsviði, þeim sem hafa með málefni aldraðra í Reykjavík að gera, við fyrirspurn Vísis. Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi útvarpsmaður, vakti athygli á því í Facebook-færslu í vikunni, sem hefur vakið mikla athygli, að svo virðist sem þeir sem stýra tómstundastarfi fyrir eldri borgara haldi að með aldrinum öðlist fólk sjálfkrafa áhuga á harmonikkutónlist og gömlu dönsunum?! Sigurður telur þetta hina mestu firru því fólk á hans aldri fór snemma að hlusta á Bítlana, Stones og Hendrix. Gullöldina sjálfa. Harmonikkan lifir góðu lífi, of góðu lífi að mati Sigurðar G. Tómassonar.visir/Magnús Hlynur „Er gamall og gigtveikur og hef aldrei kunnað að dansa. En bíð eftir því að ég hálf sofandi, fari að pissa á morgnana hoppandi í skottís.“ Nokkur fjöldi félaga Sigurðar á Facebook tekur í sama streng og telur illt við þessa meinloku að eiga. Hvenær á að spila Stones og Led Zeppelin fyrir gamla fólkið, er spurt. Fólk á mínum aldri fór snemma að hlusta á bítlana, stones og hendrix. Kynslóðin sem stýrir tómstundastarfi ellibelgja í...Posted by Sigurður G. Tómasson on Þriðjudagur, 22. september 2020 Nú er komin upp sú athyglisverða staða að eldri borgarar eru að stofni til einstaklingar sem tilheyra hinni einstæðu ´68-kynslóð. Óvænt því þetta er kynslóðin sem ætlaði sér ekkert frekar að eldast, við hana er kennd sjálf uppreisn æskunnar, Bob Dylan samdi Forever Young og allir sungu með. Uppreisn ´68-kynslóðarinnar birtist ekki síst í tónlistinni; öllu gömlu eins og harmonikku sópað út, kassagítararnir dregnir fram og seinna rafmagnsgítarar. Þetta er því ekki eins léttvægt og einhverjum gæti sýnst í fyrstu. Sigurður G. Tómasson hefur sett fram þá athyglisverðu kenningu að þeir sem sjá um félagsstarf fyrir eldri borgara, á vegum borgarinnar, séu þjakaðir þeirri meinloku að við tiltekin aldur þrói fólk sjálfkrafa með sér smekk fyrir harmonikkutónlist og gömlu dönsunum. Ekki bara harmonikkuleikur og hannyrðir Vísir fór því á stúfana með það fyrir augum að komast að því hvort þetta sé tilfellið, að verið sé að þröngva gömlu dönsunum upp á gamla fólkið? Fólki sem á sínum tíma var með sítt hár, gekk um í mussum og talaði um frjálsar ástir. Harmonikkan er táknmynd alls þess sem barist var gegn: Gamla tíð og borgaralega stöðnun. Ekki segja borgaryfirvöld að svo sé í pottinn búið. Konan sem var til svara þegar hringt var í Reykjavíkurborg taldi þessa spurningu hljóta að snúa beint að velferðarsviði, að sviðsstjóranum Regínu Ásvaldsdóttur eða skrifstofustjóranum Berglindi Magnúsdóttur. En Vísir fékk samband við Dís Sigurgeirsdóttur, sem er skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra og hún taldi þetta ekki standast hjá Sigurði. Bara alls ekki. Það hafi einmitt verið mikið og fjölbreytt starf, gróska og gerjun í félagsstarfi eldri borgara þar sem fengnir hafi verið inn listamenn af öllu tagi, ungt tónlistarfólk og allskonar að undanförnu og þá í tengslum við Covid-faraldurinn. „Stjórnendur hér á velferðarsviði eru sér mjög meðvitaðir um að það þarf að vera með allskonar fyrir þennan hóp því hann er ekki einsleitur. Við erum ekki föst í þessu gamla harmonikkuspili. Hér er mikil vinna í gangi sem snýr að því að breyta félagsstarfi eldri borgara; zúmba og jóga og ýmislegt annað. Þetta er ekkert bara harmonikkuleikur og hannyrðir.“ Stjórnendur á velferðarsviði furðuðu sig á kenningu Sigurðar, ekki síst í ljósi þess að undanfarið hefur farið fram mikil vinna þar inna dyra við að hafa starfið sem snýr að félagslífi eldri borgara sem allra fjölbreyttast. Gleðismiðjan ferðaðist til dæmis á milli starfsstaða velferðarsviðs í sumar og skemmti meðal annars í félagsmiðstöðvum.Reykjavíkurborg Gi gong, spilamennska og allskonar En til að allar upplýsingar um þetta lægju fyrir með fullnægjandi hætti og sem gleggstum, til að svara þessari hörðu gagnrýni Sigurðar G., taldi Dís vert að upplýsingafulltrúinn, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, tæki saman upplýsingar um málið, sem hún gerði með ítarlegum hætti. Hólmfríður Helga tók í sama streng og Dís, sagði mikla vinnu hafa verið unna innan velferðarsviðs sem snýr að því að hafa félagsstarfið fyrir gamla fólkið sem fjölbreyttast. Það er ekki svo að þeir sem stýri því starfi telji að eldri borgarar hafi upp til hópa fyrst og fremst gaman að því að dansa skottís og hlusta á harmonikkuleik. Mikil áhersla er lögð á að félagslífið sé sjálfssprottið. Þessar hressu konur eru til að mynda í hláturjóga. En óvist er að það höfði til hörðustu töffaranna í röðum ´68-kynslóðarinnar. Reykjavíkurborg „Í skipulagningu félagsstarfs í borginni er höfuðáhersla lögð á að það sé sjálfsprottið, þannig að hver og einn geti haft áhrif á það sem í boði er. Eldri borgarar í dag eru kröfuharðir og hafa ýmsar hugmyndir um hvernig þeir vilja verja sínum frítíma og framboð námskeiða í borginni endurspeglar það. Í Reykjavík er til dæmis þetta í boði: Dans, gönguferðir, qi gong jafnvægisþjálfun, ýmis listtengd námskeið, fjölbreytt spilamennska og dagsferðir, til dæmis á söfn eða annað.“ Starfið í takti við nýja kynslóð eldri borgara Hólmfríður sendi blaðamanni Vísis hlekk á bækling þar sem tíundað er allt það sem eldri borgurum í Reykjavík stendur til boða: Hólmfríður Helga dregur fram upplýsingar sem sýna það og sanna að sitthvað er á dagskrá fyrir eldri borgara og af ýmsu tagi.Reykjavíkurborg „Í sumar var mjög fjölbreytt skemmti- og menningardagskrá á vegum velferðarsviðs og nutu meðal annars eldri borgarar í félagsstarfi þess,“ segir Hólmfríður og benti blaðamanni á eftirfarandi frásögn: https://reykjavik.is/frettir/vid-vorum-glod-i-vinnunni-hverjum-degi Harmonikkan eitur í beinum ráðandi afla í Gráa hernum Svo virðist sem ´68-kynslóðin sé afar vakandi fyrir því að starfið sé í takti við sinn smekk og kröfur. Þannig var greint frá því fyrr á þessu ári að fram hafi komið hörð gagnrýni frá þeim sem eldri eru á bækling þar sem þjónusta borgarinnar við eldri borgara var tilgreind. Guðjón Friðriksson rithöfundur fann að myndavalinu og benti á að þar væru þrjár myndir í sextán síðna bæklingi þar sem sjá mátti menn þenja nikku sína. „Ég leyfi mér að benda á að þeir sem eru nú um áttrætt eru rokkkynslóðlin. Elvis Presley og Little Richard voru þeirra ídól. Og við sem erum eilítið yngri af eldri borgurum, svona um sjötugt og þar yfir, ólumst upp við Bítlana, Rolling Stones og Bob Dylan,“ skrifaði Guðjón á Facebooksíðu sína við góðar undirtektir sinna jafnaldra. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir fyrir sína parta að hann hafi ekkert á móti harmonikkutónlist, en hún muni seint teljast einkenni þeirra sem nú skipa hóp eldri borgara.visir/magnús hlynur Guðjón sagði við það tækifæri að hann hefði ekkert á móti harmonikkutónlist en vildi ekki að hún væri einkennismerki eldri borgara. Bara alls ekki. Borgin breytti bæklingnum í kjölfar gagnrýninnar, tók út myndir af fólki við nikkuspil, kórasöng og í þjóðbúningum og setti inn myndir af fólki að stunda jóga, lyfta lóðum og spila á bassagítar: „Við ákváðum að kippa þessu í liðinn. Þetta var mjög sanngjörn og góð gagnrýni,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs í samtali við Ríkisútvarpið. Því var gömlu myndunum skipt út fyrir aðrar sem endurspegla vonandi betur áhugasvið eldri borgara hvar rokkhjartað slær. Allt gert til að hafa ´68-kynslóðina góða Ekki er bara í því sem snýr að menningunni sem velferðarsviðið lætur hendur standa fram úr ermum við að mæta smekk og þörfum ´68-kynslóðarinnar. Hólmfríður bendir á nýja FB-upplýsingasíðu eldhússins á Vitatorgi. „Þar sem maturinn sem fer á félagsmiðstöðvarnar og í heimsendingu er búinn til. Þetta er viðleitni til að bæta þjónustu við notendur og nútímavæða hana, því auðvitað eru margir eldri borgarar í dag á Facebook. Hólmfríður Helga segir það í samræmi við stefnu borgarinnar að bæta og nútímavæða þjónustu við eldri borgara. Hér þenja vaskir tónlistarmenn nikkur sínar sem mest mega. Viðstaddir kunna vel að meta en þeir sem voru í rokkinu á sínum sokkabandsárum, þeim er ekki skemmt.visir/magnús hlynur „Í meirihlutasáttmála fyrir borgarstjórn Reykjavíkur kjörtímabilið 2018 til 2022 kemur fram að móta eigi heildstæða stefnu um félagsstarf og félagsmiðstöðvar velferðarsviðs. Í aðgerðaáætlun vegna stefnu í málefnum eldri borgara í Reykjavík 2018-2022 eru aðgerðir sem tengjast því. Markmiðið er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um félagsstarf og aðra þjónustu, sporna gegn félagslegri einangrun og að félagsstarfið stuðli að tengingu milli kynslóða.“ Niðurstaðan er því sú, eftir allítarlega eftirgrennslan að yfirvöld standa í ströngu við að forða ´68-kynslóðinni frá harmonikkunni og skaffa henni andlega og líkamlega næringu sem hentar henni betur. Seiglan í gömlu dönsunum Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru, sem nú einmitt tilheyrir Gráa hernum, ræddi við Gunnlaug Guðmundsson dansara í sjónvarpsþættinum Anna í Hlíð. Þetta er árið 1975, þegar Helgi er ungur, með sítt hár og skegg. Þá þegar þykja gömlu dansarnir komnir að fótum fram. Í eftirminnilegu viðtali spyr Helgi hvort Gunnlaugur meti það svo að hætta sé á að gömlu dansarnir líði undir lok? Gunnlaugur taldi hættu á því. „Eins og nú horfir lít ég þann veginn á það að þeir líði undir lok þegar þessir menn falla frá eins og Rútur Hannesson, Guðni Guðnason og Garðar Jóhannesson. Þetta tel ég úrvals mennina í gömludansahljómsveitunum og ég vil benda yngri mönnum á það, sem eru í hljómsveitunum, að fara og læra af þeim. Og ná út góðum gömlu töktunum.“ Ef marka má Sigurð svöruðu þeir kalli Gunnlaugs því enn lifa gömlu dansarnir og nikkutónlistin góðu lífi og gerir ´68-kynslóðina gráhærða, eða þannig. Eldri borgarar Menning Reykjavík Félagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Borgaryfirvöld hafna því alfarið að gömlu dönsunum og harmonikkutónlist sé haldið sérstaklega að gamla fólkinu. Þetta kemur fram í svörum frá velferðarsviði, þeim sem hafa með málefni aldraðra í Reykjavík að gera, við fyrirspurn Vísis. Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi útvarpsmaður, vakti athygli á því í Facebook-færslu í vikunni, sem hefur vakið mikla athygli, að svo virðist sem þeir sem stýra tómstundastarfi fyrir eldri borgara haldi að með aldrinum öðlist fólk sjálfkrafa áhuga á harmonikkutónlist og gömlu dönsunum?! Sigurður telur þetta hina mestu firru því fólk á hans aldri fór snemma að hlusta á Bítlana, Stones og Hendrix. Gullöldina sjálfa. Harmonikkan lifir góðu lífi, of góðu lífi að mati Sigurðar G. Tómassonar.visir/Magnús Hlynur „Er gamall og gigtveikur og hef aldrei kunnað að dansa. En bíð eftir því að ég hálf sofandi, fari að pissa á morgnana hoppandi í skottís.“ Nokkur fjöldi félaga Sigurðar á Facebook tekur í sama streng og telur illt við þessa meinloku að eiga. Hvenær á að spila Stones og Led Zeppelin fyrir gamla fólkið, er spurt. Fólk á mínum aldri fór snemma að hlusta á bítlana, stones og hendrix. Kynslóðin sem stýrir tómstundastarfi ellibelgja í...Posted by Sigurður G. Tómasson on Þriðjudagur, 22. september 2020 Nú er komin upp sú athyglisverða staða að eldri borgarar eru að stofni til einstaklingar sem tilheyra hinni einstæðu ´68-kynslóð. Óvænt því þetta er kynslóðin sem ætlaði sér ekkert frekar að eldast, við hana er kennd sjálf uppreisn æskunnar, Bob Dylan samdi Forever Young og allir sungu með. Uppreisn ´68-kynslóðarinnar birtist ekki síst í tónlistinni; öllu gömlu eins og harmonikku sópað út, kassagítararnir dregnir fram og seinna rafmagnsgítarar. Þetta er því ekki eins léttvægt og einhverjum gæti sýnst í fyrstu. Sigurður G. Tómasson hefur sett fram þá athyglisverðu kenningu að þeir sem sjá um félagsstarf fyrir eldri borgara, á vegum borgarinnar, séu þjakaðir þeirri meinloku að við tiltekin aldur þrói fólk sjálfkrafa með sér smekk fyrir harmonikkutónlist og gömlu dönsunum. Ekki bara harmonikkuleikur og hannyrðir Vísir fór því á stúfana með það fyrir augum að komast að því hvort þetta sé tilfellið, að verið sé að þröngva gömlu dönsunum upp á gamla fólkið? Fólki sem á sínum tíma var með sítt hár, gekk um í mussum og talaði um frjálsar ástir. Harmonikkan er táknmynd alls þess sem barist var gegn: Gamla tíð og borgaralega stöðnun. Ekki segja borgaryfirvöld að svo sé í pottinn búið. Konan sem var til svara þegar hringt var í Reykjavíkurborg taldi þessa spurningu hljóta að snúa beint að velferðarsviði, að sviðsstjóranum Regínu Ásvaldsdóttur eða skrifstofustjóranum Berglindi Magnúsdóttur. En Vísir fékk samband við Dís Sigurgeirsdóttur, sem er skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra og hún taldi þetta ekki standast hjá Sigurði. Bara alls ekki. Það hafi einmitt verið mikið og fjölbreytt starf, gróska og gerjun í félagsstarfi eldri borgara þar sem fengnir hafi verið inn listamenn af öllu tagi, ungt tónlistarfólk og allskonar að undanförnu og þá í tengslum við Covid-faraldurinn. „Stjórnendur hér á velferðarsviði eru sér mjög meðvitaðir um að það þarf að vera með allskonar fyrir þennan hóp því hann er ekki einsleitur. Við erum ekki föst í þessu gamla harmonikkuspili. Hér er mikil vinna í gangi sem snýr að því að breyta félagsstarfi eldri borgara; zúmba og jóga og ýmislegt annað. Þetta er ekkert bara harmonikkuleikur og hannyrðir.“ Stjórnendur á velferðarsviði furðuðu sig á kenningu Sigurðar, ekki síst í ljósi þess að undanfarið hefur farið fram mikil vinna þar inna dyra við að hafa starfið sem snýr að félagslífi eldri borgara sem allra fjölbreyttast. Gleðismiðjan ferðaðist til dæmis á milli starfsstaða velferðarsviðs í sumar og skemmti meðal annars í félagsmiðstöðvum.Reykjavíkurborg Gi gong, spilamennska og allskonar En til að allar upplýsingar um þetta lægju fyrir með fullnægjandi hætti og sem gleggstum, til að svara þessari hörðu gagnrýni Sigurðar G., taldi Dís vert að upplýsingafulltrúinn, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, tæki saman upplýsingar um málið, sem hún gerði með ítarlegum hætti. Hólmfríður Helga tók í sama streng og Dís, sagði mikla vinnu hafa verið unna innan velferðarsviðs sem snýr að því að hafa félagsstarfið fyrir gamla fólkið sem fjölbreyttast. Það er ekki svo að þeir sem stýri því starfi telji að eldri borgarar hafi upp til hópa fyrst og fremst gaman að því að dansa skottís og hlusta á harmonikkuleik. Mikil áhersla er lögð á að félagslífið sé sjálfssprottið. Þessar hressu konur eru til að mynda í hláturjóga. En óvist er að það höfði til hörðustu töffaranna í röðum ´68-kynslóðarinnar. Reykjavíkurborg „Í skipulagningu félagsstarfs í borginni er höfuðáhersla lögð á að það sé sjálfsprottið, þannig að hver og einn geti haft áhrif á það sem í boði er. Eldri borgarar í dag eru kröfuharðir og hafa ýmsar hugmyndir um hvernig þeir vilja verja sínum frítíma og framboð námskeiða í borginni endurspeglar það. Í Reykjavík er til dæmis þetta í boði: Dans, gönguferðir, qi gong jafnvægisþjálfun, ýmis listtengd námskeið, fjölbreytt spilamennska og dagsferðir, til dæmis á söfn eða annað.“ Starfið í takti við nýja kynslóð eldri borgara Hólmfríður sendi blaðamanni Vísis hlekk á bækling þar sem tíundað er allt það sem eldri borgurum í Reykjavík stendur til boða: Hólmfríður Helga dregur fram upplýsingar sem sýna það og sanna að sitthvað er á dagskrá fyrir eldri borgara og af ýmsu tagi.Reykjavíkurborg „Í sumar var mjög fjölbreytt skemmti- og menningardagskrá á vegum velferðarsviðs og nutu meðal annars eldri borgarar í félagsstarfi þess,“ segir Hólmfríður og benti blaðamanni á eftirfarandi frásögn: https://reykjavik.is/frettir/vid-vorum-glod-i-vinnunni-hverjum-degi Harmonikkan eitur í beinum ráðandi afla í Gráa hernum Svo virðist sem ´68-kynslóðin sé afar vakandi fyrir því að starfið sé í takti við sinn smekk og kröfur. Þannig var greint frá því fyrr á þessu ári að fram hafi komið hörð gagnrýni frá þeim sem eldri eru á bækling þar sem þjónusta borgarinnar við eldri borgara var tilgreind. Guðjón Friðriksson rithöfundur fann að myndavalinu og benti á að þar væru þrjár myndir í sextán síðna bæklingi þar sem sjá mátti menn þenja nikku sína. „Ég leyfi mér að benda á að þeir sem eru nú um áttrætt eru rokkkynslóðlin. Elvis Presley og Little Richard voru þeirra ídól. Og við sem erum eilítið yngri af eldri borgurum, svona um sjötugt og þar yfir, ólumst upp við Bítlana, Rolling Stones og Bob Dylan,“ skrifaði Guðjón á Facebooksíðu sína við góðar undirtektir sinna jafnaldra. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir fyrir sína parta að hann hafi ekkert á móti harmonikkutónlist, en hún muni seint teljast einkenni þeirra sem nú skipa hóp eldri borgara.visir/magnús hlynur Guðjón sagði við það tækifæri að hann hefði ekkert á móti harmonikkutónlist en vildi ekki að hún væri einkennismerki eldri borgara. Bara alls ekki. Borgin breytti bæklingnum í kjölfar gagnrýninnar, tók út myndir af fólki við nikkuspil, kórasöng og í þjóðbúningum og setti inn myndir af fólki að stunda jóga, lyfta lóðum og spila á bassagítar: „Við ákváðum að kippa þessu í liðinn. Þetta var mjög sanngjörn og góð gagnrýni,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs í samtali við Ríkisútvarpið. Því var gömlu myndunum skipt út fyrir aðrar sem endurspegla vonandi betur áhugasvið eldri borgara hvar rokkhjartað slær. Allt gert til að hafa ´68-kynslóðina góða Ekki er bara í því sem snýr að menningunni sem velferðarsviðið lætur hendur standa fram úr ermum við að mæta smekk og þörfum ´68-kynslóðarinnar. Hólmfríður bendir á nýja FB-upplýsingasíðu eldhússins á Vitatorgi. „Þar sem maturinn sem fer á félagsmiðstöðvarnar og í heimsendingu er búinn til. Þetta er viðleitni til að bæta þjónustu við notendur og nútímavæða hana, því auðvitað eru margir eldri borgarar í dag á Facebook. Hólmfríður Helga segir það í samræmi við stefnu borgarinnar að bæta og nútímavæða þjónustu við eldri borgara. Hér þenja vaskir tónlistarmenn nikkur sínar sem mest mega. Viðstaddir kunna vel að meta en þeir sem voru í rokkinu á sínum sokkabandsárum, þeim er ekki skemmt.visir/magnús hlynur „Í meirihlutasáttmála fyrir borgarstjórn Reykjavíkur kjörtímabilið 2018 til 2022 kemur fram að móta eigi heildstæða stefnu um félagsstarf og félagsmiðstöðvar velferðarsviðs. Í aðgerðaáætlun vegna stefnu í málefnum eldri borgara í Reykjavík 2018-2022 eru aðgerðir sem tengjast því. Markmiðið er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um félagsstarf og aðra þjónustu, sporna gegn félagslegri einangrun og að félagsstarfið stuðli að tengingu milli kynslóða.“ Niðurstaðan er því sú, eftir allítarlega eftirgrennslan að yfirvöld standa í ströngu við að forða ´68-kynslóðinni frá harmonikkunni og skaffa henni andlega og líkamlega næringu sem hentar henni betur. Seiglan í gömlu dönsunum Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru, sem nú einmitt tilheyrir Gráa hernum, ræddi við Gunnlaug Guðmundsson dansara í sjónvarpsþættinum Anna í Hlíð. Þetta er árið 1975, þegar Helgi er ungur, með sítt hár og skegg. Þá þegar þykja gömlu dansarnir komnir að fótum fram. Í eftirminnilegu viðtali spyr Helgi hvort Gunnlaugur meti það svo að hætta sé á að gömlu dansarnir líði undir lok? Gunnlaugur taldi hættu á því. „Eins og nú horfir lít ég þann veginn á það að þeir líði undir lok þegar þessir menn falla frá eins og Rútur Hannesson, Guðni Guðnason og Garðar Jóhannesson. Þetta tel ég úrvals mennina í gömludansahljómsveitunum og ég vil benda yngri mönnum á það, sem eru í hljómsveitunum, að fara og læra af þeim. Og ná út góðum gömlu töktunum.“ Ef marka má Sigurð svöruðu þeir kalli Gunnlaugs því enn lifa gömlu dansarnir og nikkutónlistin góðu lífi og gerir ´68-kynslóðina gráhærða, eða þannig.
Eldri borgarar Menning Reykjavík Félagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira