Horfðu til sóttvarna á líkamsræktarstöðvum við mat á hve margir fóru í sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 23. september 2020 11:03 Talsverður munur var á hve margir fóru í sóttkví eftir líkamsræktarferð á Akranesi og í World Class. Chase Kinney Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira