Horfðu til sóttvarna á líkamsræktarstöðvum við mat á hve margir fóru í sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 23. september 2020 11:03 Talsverður munur var á hve margir fóru í sóttkví eftir líkamsræktarferð á Akranesi og í World Class. Chase Kinney Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira