Stefnumót um velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. september 2020 08:00 Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar