Ellen ávarpaði sögusagnirnar: „Í dag hefjum við nýjan kafla“ Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 18:33 Ellen er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims. Vísir/Getty Ellen hóf fyrsta þátt 18. þáttaraðar spjallþáttar síns á því að biðjast afsökunar. Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um skaðlegt vinnustaðaumhverfi á tökustað þáttanna og hefur gagnrýnin meðal annars beinst að Ellen sjálfri. Framleiðslufyrirtækið Warner Media ákvað í sumar að hefja rannsókn á starfsumhverfinu á tökustað en á meðal þess sem kom fram í lýsingum starfsmanna voru ásakanir um rasísk ummæli og kalt viðmót yfirmanna. Baðst Ellen meðal annars afsökunar í tölvupósti til starfsmanna fyrr í sumar. Í þættinum í dag boðaði hún nýtt upphaf. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að hún væri í valdastöðu og þyrfti að axla ábyrgð. „Ég komst að því að hlutir gerðust hér sem hefðu aldrei átt að gerast. Ég tek því alvarlega og ég bið alla hlutaðeigandi afsökunar,“ sagði Ellen. „Við höfum gert nauðsynlegar breytingar og í dag hefjum við nýjan kafla.“ Þá hafnaði hún því að sú Ellen sem áhorfendur þekktu væri frábrugðin þeirri manneskju sem hún er í raun og veru. „Sannleikurinn er sá að ég er manneskjan sem þið sjáið í sjónvarpinu. Ég er líka margt annað; stundum verð ég leið, ég verð reið, ég verð kvíðin, ég verð pirruð og óþolinmóð. Ég er að vinna í því, ég er verk í vinnslu.“ Today we’re starting a new chapter. pic.twitter.com/PvpZXnXLv5— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) September 21, 2020 Hollywood Bíó og sjónvarp Ellen Tengdar fréttir „Og já, við munum ræða það“ Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres segist vera reiðubúin að ræða hið „eitraða starfsumhverfi“ við framleiðslu þáttanna þegar þættirnir snúa aftur síðar í þessum mánuði. 9. september 2020 10:38 Þrír háttsettir framleiðendur reknir frá þætti Ellen Þrír háttsettir framleiðendur spjallþáttar Ellen DeGeneres hafa verið reknir í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun og kynferðislega áreitni. 18. ágúst 2020 07:24 Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ellen hóf fyrsta þátt 18. þáttaraðar spjallþáttar síns á því að biðjast afsökunar. Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um skaðlegt vinnustaðaumhverfi á tökustað þáttanna og hefur gagnrýnin meðal annars beinst að Ellen sjálfri. Framleiðslufyrirtækið Warner Media ákvað í sumar að hefja rannsókn á starfsumhverfinu á tökustað en á meðal þess sem kom fram í lýsingum starfsmanna voru ásakanir um rasísk ummæli og kalt viðmót yfirmanna. Baðst Ellen meðal annars afsökunar í tölvupósti til starfsmanna fyrr í sumar. Í þættinum í dag boðaði hún nýtt upphaf. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að hún væri í valdastöðu og þyrfti að axla ábyrgð. „Ég komst að því að hlutir gerðust hér sem hefðu aldrei átt að gerast. Ég tek því alvarlega og ég bið alla hlutaðeigandi afsökunar,“ sagði Ellen. „Við höfum gert nauðsynlegar breytingar og í dag hefjum við nýjan kafla.“ Þá hafnaði hún því að sú Ellen sem áhorfendur þekktu væri frábrugðin þeirri manneskju sem hún er í raun og veru. „Sannleikurinn er sá að ég er manneskjan sem þið sjáið í sjónvarpinu. Ég er líka margt annað; stundum verð ég leið, ég verð reið, ég verð kvíðin, ég verð pirruð og óþolinmóð. Ég er að vinna í því, ég er verk í vinnslu.“ Today we’re starting a new chapter. pic.twitter.com/PvpZXnXLv5— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) September 21, 2020
Hollywood Bíó og sjónvarp Ellen Tengdar fréttir „Og já, við munum ræða það“ Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres segist vera reiðubúin að ræða hið „eitraða starfsumhverfi“ við framleiðslu þáttanna þegar þættirnir snúa aftur síðar í þessum mánuði. 9. september 2020 10:38 Þrír háttsettir framleiðendur reknir frá þætti Ellen Þrír háttsettir framleiðendur spjallþáttar Ellen DeGeneres hafa verið reknir í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun og kynferðislega áreitni. 18. ágúst 2020 07:24 Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Og já, við munum ræða það“ Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres segist vera reiðubúin að ræða hið „eitraða starfsumhverfi“ við framleiðslu þáttanna þegar þættirnir snúa aftur síðar í þessum mánuði. 9. september 2020 10:38
Þrír háttsettir framleiðendur reknir frá þætti Ellen Þrír háttsettir framleiðendur spjallþáttar Ellen DeGeneres hafa verið reknir í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun og kynferðislega áreitni. 18. ágúst 2020 07:24
Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49