Innlent

Ekki grímuskylda í skólum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemandi í Verzlunarskóla Íslands með grímu í kennslustund í morgunsárið. 
Nemandi í Verzlunarskóla Íslands með grímu í kennslustund í morgunsárið.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttaði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki væri grímuskylda í framhalds- og háskólum landsins. Það væri skólanna sjálfra að gera kröfur um slíkt.

Í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í gær kom fram að skylt væri fyrir nemendur, kennara og annað starfsfólk framhalds- og háskóla að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.

Þórólfur sagði að hann hefði verið í samskiptum við skólayfirvöld í gær og hans yfirsjón að orðið skylda hefði komið fram í tilkynningu.

Hið rétta væri að grímuskylda væri í almenningssamgöngum þar sem ferðir væru lengri en 30 mínútur. Sömuleiðis í starfsemi sem krefst mikillar nándar, eins og hárgreiðslustofum og nuddstofum.

Megnið af því sem heilbrigðisyfirvöld væri að gera væri ekki skylda. Biðlað væri til fólks að sjá tilganginn með aðgerðum svo sem einstaklingsbundunm sýkingavörnum.

Háskólinn í Reykjavíkur hefur grímuskyldu í byggingum sínum. Þá hefur rektor Háskóla Íslands hvatt til notkunar grímna.

Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann  hefði vissulega skipt um skoðun varðandi grímur eftir því sem hann hefði fengið meiri upplýsingar. Þær sanni gildi sitt við vissar aðstæður og hvetur til notkunar við þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×