Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:05 Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira