Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:05 Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira