Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 12:13 The Irishman pub við Klapparstíg Vísir/Vilhelm 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent