Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2020 08:27 Þau heimkynni úlfanna sem næst eru Íslandi eru við Scoresbysund á austanverðu Grænlandi. Mynd/Getty. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi. Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný. Þar með var afnumið 32 ára veiðibann, sem gilt hefur frá árinu 1988. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar frumbyggjum á svæðum þar sem úlfarnir halda sig mest. Byggðirnar eru Qaanaaq á norðvesturströndinni, á sömu slóðum og Thule-herstöðin er, og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, þar sem Scoresbysund er. Í öðrum hlutum Grænlands verða úlfar áfram friðaðir. Kvóti verður gefinn út samkvæmt ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Grænlands. Veiðimönnum verður bannað að nota vélknúin farartæki við úlfaveiðarnar. Þeir mega eingöngu nota öfluga riffla, minnst 222 kalibera. Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn eru bönnuð við veiðarnar, sem og gildrur og eitur. Rök stjórnvalda fyrir afnámi veiðibannsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eru að draga úr truflun sem úlfarnir hafa á nýtingu íbúanna á öðrum veiðidýrum, sem sögð eru mikilvæg fyrir kjötframboð í byggðunum tveimur. Veiðimenn þar hafa lengi kvartað undan því að úlfarnir fæli önnur veiðidýr brott. Heimskautaúlfar á Grænlandi lifa einkum á sauðnautum og snæhérum. Þeir veiða einnig hreindýr og refi og dæmi eru um að úlfahópar drepi húna hvítabjarna sér til matar. Samkvæmt World Wide Fund er heimskautaúlfurinn eini úlfastofn heims sem ekki er talinn í útrýmingarhættu. Áætlað er að stofninn telji allt að 200 þúsund dýr, sem hafast við á norðurslóðum Kanada og Grænlands. Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla telur þó að úlfarnir á Grænlandi og Ellesmere-eyju í Kanada séu sérstakur undirstofn, sem telji aðeins 200 til 500 dýr. Heimskautaúlfurinn hefur aðlagast lífsskilyrðum norðurslóða. Hann er með þykkari og ljósari feld en aðrir úlfar, allt frá því að vera ljósgrár eða hvítur, og með loðna þófa sem þola betur kuldann. Þótt úlfarnir finnist á austanverðu Grænlandi, þeim hluta sem snýr að Íslandi, eru engar heimildir um að þeir hafi komist yfir Grænlandssund, um þá ísbrú sem reglulega myndast á milli landanna á hafísárum. Þá leið er heimskautarefurinn talinn hafa farið þegar hann nam land á Íslandi.
Grænland Norðurslóðir Skotveiði Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira