Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 13:58 Donald Trump og Mark Meadows. AP/Manuel Balce Ceneta Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Fínasta veður um land allt Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Fínasta veður um land allt Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira