Valur með talsvert meira fjármagn en við Andri Már Eggertsson skrifar 18. september 2020 19:45 Kristinn Björgólfsson, þjálfari ÍR, telur fjármagn Vals spila inn í. Vísir/ÍR Valur pakkaði ÍR saman í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Breiðhyltinga en 19 marka sigur Vals var ekki eitthvað sem sérfræðingarnir sáu fyrir. Lokatölur 43-24 og ljóst að ÍR á langan vetur framundan. „Valur voru frábæir á öllum sviðum í dag. Það sem ég lagði upp með fyrir leikinn var að við myndum koma boltanum á markið og skila okkur til baka en við komum boltanum bara á markið,” sagði Kristinn og bætti við að þeir klukkuðu aldrei Valsmenn heldur. Það sást strax á upphafs mínútum leiksins að mikill getu munur er á liðunum sem skilaði 43 mörkum frá Val í 19 marka sigri. „Það er valinn maður í hverri stöðu í Vals liðinu og reikna ég með að fjárhagurinn hjá Val sé 15 falt stærri en hjá okkur í ÍR sem hlýtur að vera munurinn á liðunum.” ÍR voru sjálfum sér verstir þar sem þeir gáfur Val alltof oft auðveld mörk úr hraðahlaupum þar sem þeir töpuðu margsinnis boltanum auðveldlega. „Þetta voru alltof margir tæknifeilar og ef þú gerir þetta á móti Val þá fer þetta svona. Valsmenn voru frábærir þeir skora líklega um 20 mörk úr hraðahlaupum sem bara frábær lið gera þótt við hefðum oft misst boltann,” sagði Kristinn sem hrósaði Val fyrir að taka verkefninu alvarlega. Þó það séu bara tvær umferðir búnar hjá ÍR þá er ekki mikil ástæða fyrir bjartsýni um að liðið haldi sér uppi og er mikil hætta á að róðurinn verði ansi þungur þegar líða fer á mótið. „Ég hef ekki áhyggjur af því að róðurinn sé orðinn þungur fyrir okkur við erum búnir með tvo leiki á móti tveimur af efstu fjórum liðunum landsins, þó við höfum tapað með sjö og nítján mörkum þá skiptir það litlu máli því það er nýr dagur á morgunn og leikur í næstu viku,” sagði Kristinn og talaði um að liðið getur tekið stig á móti mörgum liðum en þó ekki með svona leik því frammistaðan var enginn. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
Valur pakkaði ÍR saman í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Breiðhyltinga en 19 marka sigur Vals var ekki eitthvað sem sérfræðingarnir sáu fyrir. Lokatölur 43-24 og ljóst að ÍR á langan vetur framundan. „Valur voru frábæir á öllum sviðum í dag. Það sem ég lagði upp með fyrir leikinn var að við myndum koma boltanum á markið og skila okkur til baka en við komum boltanum bara á markið,” sagði Kristinn og bætti við að þeir klukkuðu aldrei Valsmenn heldur. Það sást strax á upphafs mínútum leiksins að mikill getu munur er á liðunum sem skilaði 43 mörkum frá Val í 19 marka sigri. „Það er valinn maður í hverri stöðu í Vals liðinu og reikna ég með að fjárhagurinn hjá Val sé 15 falt stærri en hjá okkur í ÍR sem hlýtur að vera munurinn á liðunum.” ÍR voru sjálfum sér verstir þar sem þeir gáfur Val alltof oft auðveld mörk úr hraðahlaupum þar sem þeir töpuðu margsinnis boltanum auðveldlega. „Þetta voru alltof margir tæknifeilar og ef þú gerir þetta á móti Val þá fer þetta svona. Valsmenn voru frábærir þeir skora líklega um 20 mörk úr hraðahlaupum sem bara frábær lið gera þótt við hefðum oft misst boltann,” sagði Kristinn sem hrósaði Val fyrir að taka verkefninu alvarlega. Þó það séu bara tvær umferðir búnar hjá ÍR þá er ekki mikil ástæða fyrir bjartsýni um að liðið haldi sér uppi og er mikil hætta á að róðurinn verði ansi þungur þegar líða fer á mótið. „Ég hef ekki áhyggjur af því að róðurinn sé orðinn þungur fyrir okkur við erum búnir með tvo leiki á móti tveimur af efstu fjórum liðunum landsins, þó við höfum tapað með sjö og nítján mörkum þá skiptir það litlu máli því það er nýr dagur á morgunn og leikur í næstu viku,” sagði Kristinn og talaði um að liðið getur tekið stig á móti mörgum liðum en þó ekki með svona leik því frammistaðan var enginn.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. 18. september 2020 18:55