Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 23:22 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir hringlandahátt kirkjunnar síðustu daga vegna myndarinnar af Trans-Jesú. Hún hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020 Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15