Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 20:10 Arnar Már Guðjónsson, reyndasti leikmaður ÍA. vísir/daníel þór Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. Arnar Már hefur verið að glíma við meiðsli í sumar og hefur ekkert leikið með ÍA á tímabilinu. Hann lét það þó ekki stöðva sig í kvöld er hann fór á samfélagsmiðilinn Twitter og lét reiði í sína í ljós. Hér að neðan má sjá ummæli Arnars sem verður eflaust skoðuð af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Færslan hefur nú verið fjarlægð en hér að neðan má sjá skjáskot af henni. Arnar lét ófögur orð falla um Guðmund Ársæl, dómara leiks íA og Vals.Skjáskot/Twitter Guðmundur Ársæll Guðmundsson var dómari leiksins og virtist missa af augljósri hendi á Rasmus Christiansen, miðvörð Vals, í stöðunni 3-2 fyrir Val. Gestirnir frá Hlíðarenda höfðu komist í 3-0 og virtust búnir að sigla þremur stigum heim er ÍA kom óvænt til baka og skoraði tvívegis. Þeir hefðu svo átt að fá víti að mati allra á vellinum nema Guðmunds Ársæls. Þá ku aðstoðardómari hans hafa látið hann vita að um vítaspyrnu væri að ræða. „Fyrirgjöf frá Brynjari sem Rasmus virðist hreinlega skutla sér á og verja boltann með hendinni. Guðmundur Ársæll flautar ekki neitt og varamannabekkur Skagamanna er gjörsamlega BRJÁLÐAUR,“ segir í textalýsingu Atla Arasonar sem var á leiknum fyrir Vísi. Hér má sjá atvikið. pic.twitter.com/gYZZUSI3Ky— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) September 17, 2020 Eftir þetta skoruðu Valsmenn fjórða markið og unnu því 4-2 sigur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. Arnar Már hefur verið að glíma við meiðsli í sumar og hefur ekkert leikið með ÍA á tímabilinu. Hann lét það þó ekki stöðva sig í kvöld er hann fór á samfélagsmiðilinn Twitter og lét reiði í sína í ljós. Hér að neðan má sjá ummæli Arnars sem verður eflaust skoðuð af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Færslan hefur nú verið fjarlægð en hér að neðan má sjá skjáskot af henni. Arnar lét ófögur orð falla um Guðmund Ársæl, dómara leiks íA og Vals.Skjáskot/Twitter Guðmundur Ársæll Guðmundsson var dómari leiksins og virtist missa af augljósri hendi á Rasmus Christiansen, miðvörð Vals, í stöðunni 3-2 fyrir Val. Gestirnir frá Hlíðarenda höfðu komist í 3-0 og virtust búnir að sigla þremur stigum heim er ÍA kom óvænt til baka og skoraði tvívegis. Þeir hefðu svo átt að fá víti að mati allra á vellinum nema Guðmunds Ársæls. Þá ku aðstoðardómari hans hafa látið hann vita að um vítaspyrnu væri að ræða. „Fyrirgjöf frá Brynjari sem Rasmus virðist hreinlega skutla sér á og verja boltann með hendinni. Guðmundur Ársæll flautar ekki neitt og varamannabekkur Skagamanna er gjörsamlega BRJÁLÐAUR,“ segir í textalýsingu Atla Arasonar sem var á leiknum fyrir Vísi. Hér má sjá atvikið. pic.twitter.com/gYZZUSI3Ky— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) September 17, 2020 Eftir þetta skoruðu Valsmenn fjórða markið og unnu því 4-2 sigur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25
Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn