„Fólk þarf bara smá stökkpall til að vera öruggt, til að geta andað og lifað með reisn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2020 15:38 Nichole Leigh Mosty Nichole Leigh Mosty, formaður stjórnar Samtaka kvenna af erlendum uppruna, fagnar því að stjórnvöld í Evrópu geti von bráðar ekki skýlt sér lengur á bak við Dyflinnarreglugerðina. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins boðaði í stefnuræðu sinni í gær að reglugerðin skyldi afnumin og að Evrópuþjóðir þyrftu í kjölfarið að taka á móti mun fleira fólki í neyð með nýju evrópsku kerfi sem hún hyggst kynna nánar í mánuðinum. „Evrópa virðist vera tilbúin að viðurkenna að – og ég ætla bara að leyfa mér að vera frjáls í mínum orðum – þetta sé vont kerfi. Það stuðlar að ójafnvægi í Evrópu. Sum löndin mega ákveða að beita reglugerðinni eins og þau vilja til að halda fólki frá, á meðan önnur lönd eins og Grikkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía sitja uppi með umfang sem er ekki viðráðanlegt. Það þarf að skoða þetta betur og ég fagna því að þau séu tilbúin að gera það og vonandi förum við inn í þetta með þeim,“ segir Nichole. Það er upplifun Nichole og samtakanna að dómsmálaráðherrar bæði hérlendis og annars staðar í Evrópu hafi skýlt sér á bak við Dylflinnarreglugerðina. Í skjóli hennar hefur stjórnvöldum í Evrópu verið heimilt að senda hælisleitendur aftur til fyrsta viðkomustaðar í Schengen. „Það er okkar upplifun að stjórnvöld bæði hér á landi og annars staðar hafi þótt þetta góð leið til að losa sig við fólk. Mikill fjöldi fólks er endursent til Grikklands því það er búið að ákveða að það sé öruggt land þó það sé augljóst að það geti ekki stutt við fólk sem er í neyð. Það ræður ekkert lengur við það umfang sem það situr uppi með.“ Árið 2017 ferðaðist Nichole til Grikklands á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún kynnti sér aðstæður flóttafólks. Hvernig var sú upplifun? „Ég fæ bara gæsahúð þegar þú spyrð mig. Mín upplifun var sú að þarna var þjóð sem var enn að þjást vegna stóru kreppunnar sem skall og afleiðingarnar af henni og voru núna komin með fólk til sín sem var í neyð.“ Hún segir Grikki hafa reynt að gera sitt besta í erfiðri stöðu en að fjöldi fólksins sem leitaði til Grikklands hafi verið það mikill að ríkið hafi ekki haft undan og ekki ráðið við aðstæðurnar sem bitnaði á flóttafólkinu sjálfu. Nichole vísar til Moria búðanna á grísku eyjunni Lesbos máli sínu til stuðnings. Þar höfðust hátt í þrettán þúsund manns við í búðunum við þröngan kost sem eingöngu voru hugsaðar til að hýsa um þrjú þúsund manns. Eru þær slóðir sem Evrópusambandið virðist vera að feta undir stjórn nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, ekki óumflýjanlegar, sér í lagi í ljósi þess að æ fleiri munu neyðast til að flýja heimkynni sín vegna loftslagshamfara? „Hún er óumflýjanleg. Ég var að lesa tölfræði núna um daginn. Það eru í kringum 80 milljónir manna sem eru á flótta. Við heyrum oftast bara tölur um þá sem koma til Evrópu í þessu samhengi en það er líka fólk á flótta innan landamæra sem eiga ekki neitt og eiga enga möguleika. Fjöldi þeirra sem er á flótta í Súdan og Jórdaníu er ólýsanlegur. Það að Evrópa sé tilbúin að horfa gagnrýnum augum á kerfið til að koma á smá sanngirni og að horfa einmitt á þann fjölda fólks sem á eftir að koma, ég bara fagna því.“ Nichole segist ekki eiga von á því að á næstu árum dragi úr fjölda þeirra sem eru á flótta í heiminum. „Þetta er ekkert að fara að breytast á morgun og við verðum að fara að viðurkenna það. Við þurfum að huga vel að mannkyninu í heild og spyrja hvað við gerum gert fyrir það. Það eru breyttir tímar og heimurinn, hann er samfélag.“ Nichole segir fólk oft bara þurfa tækifæri. „Fólk þarf bara smá stökkpall til að vera öruggt, til að geta andað og lifað með reisn. Það að sækja um alþjóðlega vernd snýst um að lifa með reisn. Við, hér, viljum sjá hverja einustu manneskju sem býr á Íslandi lifa með reisn og það er engin ástæða til að koma í veg fyrir að aðrir geti gert það sama.“ Egyptaland Grikkland Evrópusambandið Hælisleitendur Tengdar fréttir Dyflinnarreglugerðin verður afnumin Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu. 16. september 2020 13:29 Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. 11. maí 2020 19:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, formaður stjórnar Samtaka kvenna af erlendum uppruna, fagnar því að stjórnvöld í Evrópu geti von bráðar ekki skýlt sér lengur á bak við Dyflinnarreglugerðina. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins boðaði í stefnuræðu sinni í gær að reglugerðin skyldi afnumin og að Evrópuþjóðir þyrftu í kjölfarið að taka á móti mun fleira fólki í neyð með nýju evrópsku kerfi sem hún hyggst kynna nánar í mánuðinum. „Evrópa virðist vera tilbúin að viðurkenna að – og ég ætla bara að leyfa mér að vera frjáls í mínum orðum – þetta sé vont kerfi. Það stuðlar að ójafnvægi í Evrópu. Sum löndin mega ákveða að beita reglugerðinni eins og þau vilja til að halda fólki frá, á meðan önnur lönd eins og Grikkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía sitja uppi með umfang sem er ekki viðráðanlegt. Það þarf að skoða þetta betur og ég fagna því að þau séu tilbúin að gera það og vonandi förum við inn í þetta með þeim,“ segir Nichole. Það er upplifun Nichole og samtakanna að dómsmálaráðherrar bæði hérlendis og annars staðar í Evrópu hafi skýlt sér á bak við Dylflinnarreglugerðina. Í skjóli hennar hefur stjórnvöldum í Evrópu verið heimilt að senda hælisleitendur aftur til fyrsta viðkomustaðar í Schengen. „Það er okkar upplifun að stjórnvöld bæði hér á landi og annars staðar hafi þótt þetta góð leið til að losa sig við fólk. Mikill fjöldi fólks er endursent til Grikklands því það er búið að ákveða að það sé öruggt land þó það sé augljóst að það geti ekki stutt við fólk sem er í neyð. Það ræður ekkert lengur við það umfang sem það situr uppi með.“ Árið 2017 ferðaðist Nichole til Grikklands á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún kynnti sér aðstæður flóttafólks. Hvernig var sú upplifun? „Ég fæ bara gæsahúð þegar þú spyrð mig. Mín upplifun var sú að þarna var þjóð sem var enn að þjást vegna stóru kreppunnar sem skall og afleiðingarnar af henni og voru núna komin með fólk til sín sem var í neyð.“ Hún segir Grikki hafa reynt að gera sitt besta í erfiðri stöðu en að fjöldi fólksins sem leitaði til Grikklands hafi verið það mikill að ríkið hafi ekki haft undan og ekki ráðið við aðstæðurnar sem bitnaði á flóttafólkinu sjálfu. Nichole vísar til Moria búðanna á grísku eyjunni Lesbos máli sínu til stuðnings. Þar höfðust hátt í þrettán þúsund manns við í búðunum við þröngan kost sem eingöngu voru hugsaðar til að hýsa um þrjú þúsund manns. Eru þær slóðir sem Evrópusambandið virðist vera að feta undir stjórn nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, ekki óumflýjanlegar, sér í lagi í ljósi þess að æ fleiri munu neyðast til að flýja heimkynni sín vegna loftslagshamfara? „Hún er óumflýjanleg. Ég var að lesa tölfræði núna um daginn. Það eru í kringum 80 milljónir manna sem eru á flótta. Við heyrum oftast bara tölur um þá sem koma til Evrópu í þessu samhengi en það er líka fólk á flótta innan landamæra sem eiga ekki neitt og eiga enga möguleika. Fjöldi þeirra sem er á flótta í Súdan og Jórdaníu er ólýsanlegur. Það að Evrópa sé tilbúin að horfa gagnrýnum augum á kerfið til að koma á smá sanngirni og að horfa einmitt á þann fjölda fólks sem á eftir að koma, ég bara fagna því.“ Nichole segist ekki eiga von á því að á næstu árum dragi úr fjölda þeirra sem eru á flótta í heiminum. „Þetta er ekkert að fara að breytast á morgun og við verðum að fara að viðurkenna það. Við þurfum að huga vel að mannkyninu í heild og spyrja hvað við gerum gert fyrir það. Það eru breyttir tímar og heimurinn, hann er samfélag.“ Nichole segir fólk oft bara þurfa tækifæri. „Fólk þarf bara smá stökkpall til að vera öruggt, til að geta andað og lifað með reisn. Það að sækja um alþjóðlega vernd snýst um að lifa með reisn. Við, hér, viljum sjá hverja einustu manneskju sem býr á Íslandi lifa með reisn og það er engin ástæða til að koma í veg fyrir að aðrir geti gert það sama.“
Egyptaland Grikkland Evrópusambandið Hælisleitendur Tengdar fréttir Dyflinnarreglugerðin verður afnumin Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu. 16. september 2020 13:29 Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. 11. maí 2020 19:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Dyflinnarreglugerðin verður afnumin Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu. 16. september 2020 13:29
Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. 11. maí 2020 19:00
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent