Aðeins þriðjungur velur bílinn Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 17. september 2020 15:00 Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umferðaröryggi Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun