Hvetur Bolla til að flytja heim frá Spáni og endurnýja kynnin við miðborgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 12:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Önnur síða opnuauglýsingar Bolla Kristinssonar athafnamanns er til hægri á mynd. Vísir/vilhelm/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur. Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur.
Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35