Framkvæmdir við nýjan Landspítala á góðu róli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2020 07:00 Maðurinn á myndinni gengur þar sem bílakjallari verður þegar húsið verður tilbúið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56
Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09
Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12