Liðstjóra Vals fannst sniðugt að setja óleikfæran leikmann á skýrslu í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:30 Andri Adolphsson í leik með Val í Pepsi Max deildinni. Hann var á skýrslu í fyrsta sinn í sumar í síðasta leik. Vísir/Daníel Þór Athygli vakti að Andri Adolphsson var á leiksskýrslu í leik liðsins á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöldið. Hann var hins vegar aldrei að fara að koma inn á völlinn í þessum leik. Andri Adolphsson er nefnilega enn að glíma við eftirmála þess að hafa fengið höfuðhögg í leik í Lengjubikarnum í febrúar. Í viðtali við Fréttablaðið kom í ljós að Andri var ekki leikfær þrátt fyrir að hann væri á skýrslu. „Ég var í raun og veru ekki í hóp. Það vantaði menn og liðsstjóranum fannst sniðugt að setja mitt nafn á blað. Staðan á mér er samt nokkuð góð þó ég sé ekki klár að spila leik,“ sagði Andri Adolphsson í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu í dag. Andri sagði ennfremur hafa klárað tvær æfingar í síðustu viku og að hann hafi skallaði boltann í fyrsta skipti. „Það var þó kannski aðeins full snemmt að henda mér í hópinn,“ sagði Andri. Andri vinnur hjá Deloitte þar sem hann er ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hann fann líka fyrir afleiðingum höfuðhöggsins í vinnunni. „Ég áttaði mig í raun ekki á alvarleikanum fyrr en ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni. Þá gat ég varla horft á tölvuskjáinn eða sjónvarp. Núna er þetta þannig að ég vinn í klukkutíma eða 90 mínútur og stend þá upp og tek mér örlitla pásu og loka augunum í fimm mínútur. Ég vinn samt alveg fullan dag og það er ekkert mál,“ sagði Andri Adolphsson. Andri segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og allir tengdir Val hafi staðið vel við bakið á honum. „Hann hefur reynslu af þessu. Hann hefur verið með leikmann sem fékk höfuðmeiðsli og það ríkir traust okkar á milli og fullur skilningur,“ sagði Andri Adolphsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Athygli vakti að Andri Adolphsson var á leiksskýrslu í leik liðsins á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöldið. Hann var hins vegar aldrei að fara að koma inn á völlinn í þessum leik. Andri Adolphsson er nefnilega enn að glíma við eftirmála þess að hafa fengið höfuðhögg í leik í Lengjubikarnum í febrúar. Í viðtali við Fréttablaðið kom í ljós að Andri var ekki leikfær þrátt fyrir að hann væri á skýrslu. „Ég var í raun og veru ekki í hóp. Það vantaði menn og liðsstjóranum fannst sniðugt að setja mitt nafn á blað. Staðan á mér er samt nokkuð góð þó ég sé ekki klár að spila leik,“ sagði Andri Adolphsson í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu í dag. Andri sagði ennfremur hafa klárað tvær æfingar í síðustu viku og að hann hafi skallaði boltann í fyrsta skipti. „Það var þó kannski aðeins full snemmt að henda mér í hópinn,“ sagði Andri. Andri vinnur hjá Deloitte þar sem hann er ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hann fann líka fyrir afleiðingum höfuðhöggsins í vinnunni. „Ég áttaði mig í raun ekki á alvarleikanum fyrr en ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni. Þá gat ég varla horft á tölvuskjáinn eða sjónvarp. Núna er þetta þannig að ég vinn í klukkutíma eða 90 mínútur og stend þá upp og tek mér örlitla pásu og loka augunum í fimm mínútur. Ég vinn samt alveg fullan dag og það er ekkert mál,“ sagði Andri Adolphsson. Andri segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og allir tengdir Val hafi staðið vel við bakið á honum. „Hann hefur reynslu af þessu. Hann hefur verið með leikmann sem fékk höfuðmeiðsli og það ríkir traust okkar á milli og fullur skilningur,“ sagði Andri Adolphsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira