Liðstjóra Vals fannst sniðugt að setja óleikfæran leikmann á skýrslu í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:30 Andri Adolphsson í leik með Val í Pepsi Max deildinni. Hann var á skýrslu í fyrsta sinn í sumar í síðasta leik. Vísir/Daníel Þór Athygli vakti að Andri Adolphsson var á leiksskýrslu í leik liðsins á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöldið. Hann var hins vegar aldrei að fara að koma inn á völlinn í þessum leik. Andri Adolphsson er nefnilega enn að glíma við eftirmála þess að hafa fengið höfuðhögg í leik í Lengjubikarnum í febrúar. Í viðtali við Fréttablaðið kom í ljós að Andri var ekki leikfær þrátt fyrir að hann væri á skýrslu. „Ég var í raun og veru ekki í hóp. Það vantaði menn og liðsstjóranum fannst sniðugt að setja mitt nafn á blað. Staðan á mér er samt nokkuð góð þó ég sé ekki klár að spila leik,“ sagði Andri Adolphsson í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu í dag. Andri sagði ennfremur hafa klárað tvær æfingar í síðustu viku og að hann hafi skallaði boltann í fyrsta skipti. „Það var þó kannski aðeins full snemmt að henda mér í hópinn,“ sagði Andri. Andri vinnur hjá Deloitte þar sem hann er ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hann fann líka fyrir afleiðingum höfuðhöggsins í vinnunni. „Ég áttaði mig í raun ekki á alvarleikanum fyrr en ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni. Þá gat ég varla horft á tölvuskjáinn eða sjónvarp. Núna er þetta þannig að ég vinn í klukkutíma eða 90 mínútur og stend þá upp og tek mér örlitla pásu og loka augunum í fimm mínútur. Ég vinn samt alveg fullan dag og það er ekkert mál,“ sagði Andri Adolphsson. Andri segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og allir tengdir Val hafi staðið vel við bakið á honum. „Hann hefur reynslu af þessu. Hann hefur verið með leikmann sem fékk höfuðmeiðsli og það ríkir traust okkar á milli og fullur skilningur,“ sagði Andri Adolphsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Athygli vakti að Andri Adolphsson var á leiksskýrslu í leik liðsins á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöldið. Hann var hins vegar aldrei að fara að koma inn á völlinn í þessum leik. Andri Adolphsson er nefnilega enn að glíma við eftirmála þess að hafa fengið höfuðhögg í leik í Lengjubikarnum í febrúar. Í viðtali við Fréttablaðið kom í ljós að Andri var ekki leikfær þrátt fyrir að hann væri á skýrslu. „Ég var í raun og veru ekki í hóp. Það vantaði menn og liðsstjóranum fannst sniðugt að setja mitt nafn á blað. Staðan á mér er samt nokkuð góð þó ég sé ekki klár að spila leik,“ sagði Andri Adolphsson í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu í dag. Andri sagði ennfremur hafa klárað tvær æfingar í síðustu viku og að hann hafi skallaði boltann í fyrsta skipti. „Það var þó kannski aðeins full snemmt að henda mér í hópinn,“ sagði Andri. Andri vinnur hjá Deloitte þar sem hann er ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hann fann líka fyrir afleiðingum höfuðhöggsins í vinnunni. „Ég áttaði mig í raun ekki á alvarleikanum fyrr en ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni. Þá gat ég varla horft á tölvuskjáinn eða sjónvarp. Núna er þetta þannig að ég vinn í klukkutíma eða 90 mínútur og stend þá upp og tek mér örlitla pásu og loka augunum í fimm mínútur. Ég vinn samt alveg fullan dag og það er ekkert mál,“ sagði Andri Adolphsson. Andri segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og allir tengdir Val hafi staðið vel við bakið á honum. „Hann hefur reynslu af þessu. Hann hefur verið með leikmann sem fékk höfuðmeiðsli og það ríkir traust okkar á milli og fullur skilningur,“ sagði Andri Adolphsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira