Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 11:03 David Cameron stýrði ríkisstjórninni sem ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði af sér þegar niðurstaðan lá fyrir. Honum lýst ekki á áform Johnson forsætisráðherra um að brjóta alþjóðalög. Vísir/EPA David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á útgöngusamningnum sem varða Norður-Írland. Yrði það að lögum fengju breskir ráðherrar til þess að brjóta alþjóðalög. Það hefur sætt þverpólitískri gagnrýni í Bretlandi og ráðamenn í Brussel hafa krafist þess að það verði látið niður falla fyrir lok þessa mánaðar. Allir núlifandi forverar Johnson í embætti forsætisráðherra úr báðum flokkum hafa fordæmt frumvarpið um innri markaðinn, eins og það nefnist, einn af öðrum undanfarna daga. Cameron bættist í dag í hóp þeirra Johns Mayor, Tonys Blair, Gordons Brown og Theresu May til að lýsa áhyggjum af útspili ríkisstjórnarinnar. „Að samþykkja lagafrumvarp og brjóta svo gegn skyldum samkvæmt alþjóðasamningi er það allra, allra síðasta sem maður ætti að íhuga að gera. Það ætti að vera algerlega lokaúrræðið,“ sagði Cameron sem leiddi ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hélt þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Sagði Cameron að skoða þyrfti frumvarpið í samhengi við viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eftir að viðskilnaði þeirra lýkur formlega við lok þessa árs. Hluti Íhaldsflokksins í uppreisnarhug Atkvæði verða greidd um frumvarp Johnson á breska þinginu í dag. Íhaldsflokkur Johnson er með áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins en Reuters-fréttastofan segir að hluti þingflokksins sé í uppreisnarhug. Verði frumvarpið samþykkt í dag taka við fjórir dagar af frekari umræðum. Úrslitaatkvæðagreiðsla um það fer að líkindum fram í næstu viku. Andstaða við frumvarpið er sögð enn meiri á meðal fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeild þingsins. Ríkisstjórn Johnson hefur lýst innrimarkaðsfrumvarpinu sem „tryggingu“ fari svo að hún nái ekki samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði frumvarpið aðeins brjóta alþjóðalög á „ákveðinn og takmarkaðan hátt“ í síðustu viku. Málefni Norður-Írlands voru einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins. Friður hefur ríkt á breska landsvæðinu frá því að friðarsamningar voru undirritaðir á föstudaginn langa árið 1998. Óttast hefur verið að ófriður gæti blossað upp að nýju yrði komið á hörðum landamærum á mörkum Norður-Írlands og Írlands við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margir halda því fram að útspil Johnson um að breyta útgöngusamningnum einhliða sé klækjabragð í viðræðum við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.Vísir/EPA Saka Johnson um að setja skammarblett á Bretland May, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, varaði við því að traust á Bretlandi rýrnaði ef ríkisstjórnin bryti alþjóðalög. Brown, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, líkti frumvarpinu við „sjálfsskaða“. Mayor og Blair, sem voru báðir forsætisráðherrar þegar mest gekk á í friðarviðræðum á Norður-Írlandi, skrifuðu saman grein sem birtist í Sunday Times þar sem þeir sökuðu Johnson um að valda Bretlandi skömm. Hvöttu þeir þingmenn til þess að hafna því sem þeir kölluðu „skammarlega“ tilraun til þess að endurskrifa hluta útgöngusamningsins. Brexit Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Írland Tengdar fréttir Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28 Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á útgöngusamningnum sem varða Norður-Írland. Yrði það að lögum fengju breskir ráðherrar til þess að brjóta alþjóðalög. Það hefur sætt þverpólitískri gagnrýni í Bretlandi og ráðamenn í Brussel hafa krafist þess að það verði látið niður falla fyrir lok þessa mánaðar. Allir núlifandi forverar Johnson í embætti forsætisráðherra úr báðum flokkum hafa fordæmt frumvarpið um innri markaðinn, eins og það nefnist, einn af öðrum undanfarna daga. Cameron bættist í dag í hóp þeirra Johns Mayor, Tonys Blair, Gordons Brown og Theresu May til að lýsa áhyggjum af útspili ríkisstjórnarinnar. „Að samþykkja lagafrumvarp og brjóta svo gegn skyldum samkvæmt alþjóðasamningi er það allra, allra síðasta sem maður ætti að íhuga að gera. Það ætti að vera algerlega lokaúrræðið,“ sagði Cameron sem leiddi ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hélt þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Sagði Cameron að skoða þyrfti frumvarpið í samhengi við viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eftir að viðskilnaði þeirra lýkur formlega við lok þessa árs. Hluti Íhaldsflokksins í uppreisnarhug Atkvæði verða greidd um frumvarp Johnson á breska þinginu í dag. Íhaldsflokkur Johnson er með áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins en Reuters-fréttastofan segir að hluti þingflokksins sé í uppreisnarhug. Verði frumvarpið samþykkt í dag taka við fjórir dagar af frekari umræðum. Úrslitaatkvæðagreiðsla um það fer að líkindum fram í næstu viku. Andstaða við frumvarpið er sögð enn meiri á meðal fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeild þingsins. Ríkisstjórn Johnson hefur lýst innrimarkaðsfrumvarpinu sem „tryggingu“ fari svo að hún nái ekki samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði frumvarpið aðeins brjóta alþjóðalög á „ákveðinn og takmarkaðan hátt“ í síðustu viku. Málefni Norður-Írlands voru einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins. Friður hefur ríkt á breska landsvæðinu frá því að friðarsamningar voru undirritaðir á föstudaginn langa árið 1998. Óttast hefur verið að ófriður gæti blossað upp að nýju yrði komið á hörðum landamærum á mörkum Norður-Írlands og Írlands við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margir halda því fram að útspil Johnson um að breyta útgöngusamningnum einhliða sé klækjabragð í viðræðum við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.Vísir/EPA Saka Johnson um að setja skammarblett á Bretland May, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, varaði við því að traust á Bretlandi rýrnaði ef ríkisstjórnin bryti alþjóðalög. Brown, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, líkti frumvarpinu við „sjálfsskaða“. Mayor og Blair, sem voru báðir forsætisráðherrar þegar mest gekk á í friðarviðræðum á Norður-Írlandi, skrifuðu saman grein sem birtist í Sunday Times þar sem þeir sökuðu Johnson um að valda Bretlandi skömm. Hvöttu þeir þingmenn til þess að hafna því sem þeir kölluðu „skammarlega“ tilraun til þess að endurskrifa hluta útgöngusamningsins.
Brexit Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Írland Tengdar fréttir Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28 Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02