Bráðahjúkrun og leikfangabílar á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 20:00 Leikfangabílar í hlutverkum sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla voru meðal annars notaðir á námskeiðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira