Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:55 Maður heldur á Q-merki á fundi stuðningsmanna Trump forseta árið 2018. Fylgjendur samsæriskenningarnar hafa orðið sífellt meira áberandi í stuðningsliði forsetans sem hefur itrekað vikið sér undan að fordæma hana. AP/Matt Rourke Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17