Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:55 Maður heldur á Q-merki á fundi stuðningsmanna Trump forseta árið 2018. Fylgjendur samsæriskenningarnar hafa orðið sífellt meira áberandi í stuðningsliði forsetans sem hefur itrekað vikið sér undan að fordæma hana. AP/Matt Rourke Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17