Soffía Karlsdóttir látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 10:15 Soffía í útsendingu Ríkissjónvarpsins að syngja Það er draumur að vera með dáta. Skjáskot Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan. Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan.
Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira