„Ef þetta er skilgreining á húðlit, hvernig er þá mín húð á litin?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 16:42 Brynju Dan svelgdist á morgunkaffinu þegar hún las tískusíðuna í Fréttablaðinu. Aldís Pálsdóttir „Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“ Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira
„Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“
Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira