Stutt sumar hjá Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:50 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/vilhelm Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. Ekki var jafn mikill samdráttur í fraktflutningum. Í tilkynningu frá félagin segir að heildarfjöldi farþega í júlí hafi verið um 73 þúsund og það hafi verið um fjórfalt meiri en í júní. Þá hafi ágúst farið vel af stað og var útlit fyrir áframhaldandi fjölgun farþega. Eftir 19. ágúst hefur Icelandair þurft að draga töluvert úr flugframboði. Alls voru farþegar Icelandair í ágúst um 67 þúsund, sem er um 88 prósentum minna en í ágúst í fyrra. Um 53 þúsunda farþeganna komu til Íslands og um 13 þúsund fóru frá landinu. Tengiflug á milli Evrópu og Norður-Ameríku var í algjöru lágmarki. Heildarframboð hjá Icelandair minnkaði um 89 prósent á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í ágústmánuði og fækkaði um 58 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 66 prósent á milli ára. „Þrátt fyrir mikinn samdrátt í farþegaflugi, gekk sumarið að mörgu leyti betur en við höfðum búist við,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í áðurnefndri tilkynningu. „Farþegafjöldi jókst umtalsvert frá miðjum júní þegar ferðatakmörkunum hafði verið aflétt og fram í ágúst. Jafnframt náðum við að auka tekjur með því að nýta tækifæri í leiguflugi og fraktflutningum á tímabilinu. Nú horfum við hins vegar á mikinn samdrátt í farþegaflugi á ný eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar eftir miðjan ágúst. Félagið er þó vel í stakk búið til að takast á við slíkar breytingar og leggjum við höfuðáherslu á að viðhalda sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þeirri stöðu sem er uppi á hverjum tíma á mörkuðum Icelandair.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. Ekki var jafn mikill samdráttur í fraktflutningum. Í tilkynningu frá félagin segir að heildarfjöldi farþega í júlí hafi verið um 73 þúsund og það hafi verið um fjórfalt meiri en í júní. Þá hafi ágúst farið vel af stað og var útlit fyrir áframhaldandi fjölgun farþega. Eftir 19. ágúst hefur Icelandair þurft að draga töluvert úr flugframboði. Alls voru farþegar Icelandair í ágúst um 67 þúsund, sem er um 88 prósentum minna en í ágúst í fyrra. Um 53 þúsunda farþeganna komu til Íslands og um 13 þúsund fóru frá landinu. Tengiflug á milli Evrópu og Norður-Ameríku var í algjöru lágmarki. Heildarframboð hjá Icelandair minnkaði um 89 prósent á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í ágústmánuði og fækkaði um 58 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 66 prósent á milli ára. „Þrátt fyrir mikinn samdrátt í farþegaflugi, gekk sumarið að mörgu leyti betur en við höfðum búist við,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í áðurnefndri tilkynningu. „Farþegafjöldi jókst umtalsvert frá miðjum júní þegar ferðatakmörkunum hafði verið aflétt og fram í ágúst. Jafnframt náðum við að auka tekjur með því að nýta tækifæri í leiguflugi og fraktflutningum á tímabilinu. Nú horfum við hins vegar á mikinn samdrátt í farþegaflugi á ný eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar eftir miðjan ágúst. Félagið er þó vel í stakk búið til að takast á við slíkar breytingar og leggjum við höfuðáherslu á að viðhalda sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þeirri stöðu sem er uppi á hverjum tíma á mörkuðum Icelandair.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira