Bretar og ESB deila enn á ný Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:02 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni. Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni.
Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41