Fjarheilbrigðisþjónustan Helgi Týr Tumason skrifar 5. september 2020 08:00 Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Seyðisfjörður Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun