Samþykktu lagabreytingar til að mæta efnahagsáhrifum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 15:39 Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent