Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2020 22:22 Sveinn í Kálfskinni við gröf Hræreks konungs. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira