„Barnið mitt þekkir ekki annað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 16:30 Sara Snorradóttir hefur barist við krabbamein síðustu þrjú ár og átti nýfætt barn þegar hún greindist. Vísir/Vilhelm „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
„Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp