Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2020 14:04 Alexei Navalny. Getty Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Þýsk stjórnvöld hafa fordæmt árásina harðlega og farið fram á skýringar frá rússneskum stjórnvöldum. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur fundað með háttsettum ráðherrum í ríkisstjórn sinni til að ræða næstu skref, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Navalny aide: Novichok can only be administered by government. (GRU, FSB). That is without any sensible doubt. https://t.co/ry9GXKzim8— Oliver Carroll (@olliecarroll) September 2, 2020 Rússneska fréttastofan Tass segir Rússlandsstjórn enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá Þjóðverjum um að eitrað hafi verið fyrir Navalny með Novichok. Um er að ræða sama taugaeitur og var notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í Bretlandi í mars 2018. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Þýsk stjórnvöld hafa fordæmt árásina harðlega og farið fram á skýringar frá rússneskum stjórnvöldum. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur fundað með háttsettum ráðherrum í ríkisstjórn sinni til að ræða næstu skref, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Navalny aide: Novichok can only be administered by government. (GRU, FSB). That is without any sensible doubt. https://t.co/ry9GXKzim8— Oliver Carroll (@olliecarroll) September 2, 2020 Rússneska fréttastofan Tass segir Rússlandsstjórn enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá Þjóðverjum um að eitrað hafi verið fyrir Navalny með Novichok. Um er að ræða sama taugaeitur og var notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í Bretlandi í mars 2018.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50