Óljóst hve mikið launin hækka Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa 1. september 2020 16:27 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan.
Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59