Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 11:00 KR-ingarnir Pablo Punyed og Atli Sigurjónsson fagna Íslandsmeistaratitli KR í fyrra. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira