Sara: Ég er svo ánægð með að heimsleikarnir fari fram eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir með Samönthu Briggs sem varð heimsmeistari í CrossFit árið 2013. Mynd/Instagram „Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
„Það hefur verið krefjandi að æfa útaf öllu því sem er í gangi en ég er svo ánægð með að heimsleikarnir séu enn á dagskrá. Maður hefur því eitthvað til að hlakka til,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtali við Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up. Sara er líka sátt við það að fyrri hluti heimsleikanna fari fram í gegnum netið og keppendur fái að gera æfingarnar heima frá sér. „Þegar allir heimsleikarnir áttu að fara fram í Kaliforníu þá var það stressandi vitandi það að maður þyrfti að ferðast alla leið þangað í núverandi ástandi. Þú vilt bara vera með þínu nánasta fólki á svona tímum þegar heimsfaraldur er í gangi,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth spurði Söru út í það að vera sinn eigin þjálfari. „Það hefur verið krefjandi og lykilatriði er að tengja ekki tilfinningar þínar við æfingaprógramið. Ég glímdi aðeins við það í byrjun að mér líður svona og mér líður svona. Ég verð bara alltaf að hugsa þannig að Sara þjálfari sé einhver allt önnur manneskja. Það var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Sara. View this post on Instagram The face you make when the @crossfitgames are less then a month away . . @pattyorr_ A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 18, 2020 at 2:12pm PDT „Það er gefandi að þjálfa sig sjálf og ég fæ mikið út úr því. Ég hef alltaf verið sú sem segir: Ég þarf ekki á þessu að halda því ég get gert þetta sjálf. Þegar þú ert þinn þjálfari þá þarftu að náð í réttu hlutina frá mismunandi stöðum til að búa til rétta æfingaprógramið. Ég verð bara að prófa ýmislegt og sjá hvort það hentar mér,“ sagði Sara. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en þetta hefur líka verið mikill lærdómur fyrir mig. Vonandi er ég að verða betri í þessu,“ sagði Sara en hvernig gengur henni að bæta sig undir eigin stjórn. „Ég myndi segja að ég sé að bæta mig lítið á mörgum stöðum. Þegar þú ert á þeim stað sem ég er á núna þá reyni ég að verða 0,5 sinnum betri á öllum sviðum. Það þýðir þá að þú sért að gera eitthvað rétt. Það væri draumur að geta bætt sinn besta árangur um tíu kíló en það var bara þannig þegar maður var að byrja í CrossFit,“ sagði Sara. „Ég fer mikið eftir því hvernig mér líður. Þegar ég er að æfa of mikið þá verð ég svo tilfinningasöm, allt verður svo erfitt og ekkert gaman lengur. Það eru skilaboð um að ég sé ekki að gera þetta rétt og þurfi að fara í aðra átt núna,“ sagði Sara. Það má finna viðtalið við Söru hér fyrir neðan. View this post on Instagram @sarasigmunds joins @wykieetsebeth to discuss her feelings on the upcoming CrossFit Games and her training progress during this crazy year. She also tells us about her cooking and becoming her own coach. - #crossfit #cfgames2020 #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 29, 2020 at 12:39pm PDT
CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira