Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 14:43 Marcus Rashford, Harry Kane og Raheem Sterling þurfa að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR/GETTY Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30