Konan sem slapp við kreppuna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar