Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 12:24 Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira