„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:15 Breiðablik mætir Rosenborg í fimmtánda Evrópuleik félagsins. vísir/vilhelm Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira