„Kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 12:45 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason hafa leikið lykilhlutverk í ótrúlegum árangri íslenska landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/GETTY Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00